föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalheiður og Blöndal sigruðu fjórgangskeppni Uppsveitadeildar

5. mars 2011 kl. 00:49

Aðalheiður og Blöndal sigruðu fjórgangskeppni Uppsveitadeildar

Föstudagskvöldið 4 mars fór fram keppni í fjórgangi í Uppsveitadeildinni í Reiðhöllinni á Flúðum. Kemur fram á heimasíðu hestamannafélagsins Smára að margir sterkir hestar hafi verið skráðir til leiks og var baráttan um sæti í úrslitum mjög hörð. 

"Hólmfríður Kristjánsdóttir sem sigraði B-úrslit kvöldsins og gerði hún gott betur og reið alla leið upp í annað sætið í A-úrslitum. Mjótt var á mununum í A-úrslitum en það var að lokum Aðalheiður Einarsdóttir sem sigraði á Blöndal frá Skagaströnd og vörðu þau þar með titil sinn í fjórgangi deildarinnar frá í fyrra.

Fullt var út úr dyrum í reiðhöllinni og ekki mátti annað sjá en að hallargestir skemmtu sér hið besta. Næsta mót verður 1. apríl og þá verður keppt í fimmgangi.

Heildarúrslit, allar upplýsingar um deildina og myndir má finna inn á heimasíðu hestamannafélagsins Smára.

Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:

A-úrslit
1. Aðalheiður Einarsdóttir / Blöndal frá Skagaströnd – 6,73
2. Hólmfríður Kristjánsdóttir / Þokki frá Þjóðólfshaga 1 – 6,53
3. Guðmann Unnsteinsson / Breyting frá Haga I – 6,30
4.Líney Kristinsdóttir / Brá frá Fellskoti – 6,10

B-úrslit
1. Hólmfríður Kristjánsdóttir / Þokki frá Þjóðólfshaga 1 – 6,47
2. Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Breiðfjörð frá Búðardal – 6,10
3. Bjarni Birgisson / Stormur frá Reykholti – 5,93
4. Hulda Hrönn Stefánsdóttir / Gyðja frá Hrepphólum – 5,53

 

Eftir fjórgangskeppnina er staðan einstaklinga í stigakeppni eftirfarandi

Aðalheiður Einarsdóttir – HAUKARNIR - 19
Bjarni Birgisson - LAND OG HESTAR – 12
Einar Logi Sigurgeirsson – VORMENN – 11
Sigvaldi Lárus Guðmundsson - JÁVERK – 11
Guðmann Unnsteinsson -  O.K. PROSTHETICS – 10
Hólmfríður Kristjánsdóttir- O.K. PROSTHETICS - 10
Gunnlaugur Bjarnason - LAND OG HESTAR – 8
Líney Kristinsdóttir -  JÁVERK – 7
Knútur Ármann  -  HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND – 6
Guðrún S. Magúsdóttir  - JÁVERK – 4
Hulda Hrönn Stefánsdóttir- LAND OG HESTAR – 4
Ingvar Hjálmarsson - VORMENN – 3
Sölvi Arnarsson - BYKO -2,5
María Þórarinsdóttir -  JÁVERK – 2,5

Staða í Liðakeppni Uppsveitadeildarinnar er spennandi:

JÁVERK – 24,5
LAND OG HESTAR – 24
O.K. PROSTHETICS - 20
HAUKARNIR - 19
VORMENN – 14
HÓTEL GEYSIR/ÁSTUND – 6
BYKO – 2,5