þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur WorldFengs haldinn í Reykjavík

23. apríl 2010 kl. 10:40

Aðalfundur WorldFengs haldinn í Reykjavík

Aðalfundur WorldFengs var haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík 12. apríl sl. Í stjórn WorldFengs eru Jens Iversen, forseti FEIF, Marlise Grimm, ræktunarleiðtogi FEIF, Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands, og Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands. Á fundinum var farið yfir ársskýrslu WorldFengs fyrir árið 2009, sem Jón Baldur, verkefnisstjóri WorldFengs, tók saman. Í henni koma fram helstu verkefni ársins 2009, reikningar 2009, helstu verkefni 2010 og fjárhagsáætlun 2010. Nánar verður gerð grein fyrir fundinum síðar.

www.worldfengur.com