þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur Sörla

3. nóvember 2014 kl. 09:55

Vigdís var valin íþróttakona Sörla.

Vigdís Matthíasdóttir og Eyjólfur Þorsteinsson íþróttamenn Sörla.

Aðalfundur Sörla var haldinn 30. október. Magnús Sigurjónsson gaf ekki kost á sér sem áframhaldandi formaður Sörla og var því kosinn nýr formaður Páll Ólafsson. Í stjórn eru Ásgeir Margeirsson, Eggert Hjartarson, Hlynur Árnason (nýr), Sigurður Emil Ævarsson, Thelma Víglundsdóttir og Þórunn Ansnes.

Þremur Sörlafélögum var veitt gullmerki Sörla fyrir skjót og afgerandi viðbrögð í sumarferð Sörla þegar einn úr hópnum fór í hjartastopp en það voru þau: Elna Katrín Jónsdóttir, Ómar Ívarsson og Hafliði Þórðarson. 

Efnilegasta Ungmenni Sörla:  Hafdís Arna Sigurðardóttir 
Íþróttamaður Sörla: Eyjólfur Þorsteinsson 
Íþróttakona Sörla: Vígdís Matthíasdóttir 

Efstu kynbótahross ræktuð af félagsmönnum:
Dan frá Hofi (8,39) ræktandi Eygló Gunnarsdóttir
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum (8,39) ræktandi Helgi Jón Harðarson

Hæst dæmda kynbótahross í eigu Sörlafélaga:
Tálbeita frá Flekkudal (8,47) eigandi Hjördís Árnadóttir