föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur Skeiðfélagsins og Skeiðleikar sumarsins

21. apríl 2010 kl. 10:11

Aðalfundur Skeiðfélagsins og Skeiðleikar sumarsins

Aðalfundur Skeiðfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl klukkan 20:30 í Hlíðskjálf félagsheimili Sleipnis á Selfossi.

Á dagskrá aðalfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

Skeiðleikar Skeiðfélagsins í ár verða 5 talsins og eru þeir með aðeins breyttu sniði í ár þar sem þeir eru að hluta til í samstarfi við tvö hestamannafélög, Fák og Sleipni.

Fyrstu Skeiðleikarnir verða haldnir samhliða íþróttamóti Sleipnis. Skeiðleikarnir verða að öllum líkindum föstudaginn 30. apríl en á laugardegi og sunnudegi verður síðan keppt í öðrum greinum. Það veltur dáltítið á skráningu hvort mótið byrjar á fimmtudegi eða föstudegi. Skráning á Skeiðleika 1 verður mánudaginn 26. apríl.

Skeiðleikar 2 verða haldnir laugardaginn 29. maí á Gæðingamóti Fáks.

Á þriðju Skeiðleikunum verður einnig keppt í tölti eins og vaninn er á Landsmótsári. En þeir fara fram þriðjudaginn 15. júní en sá dagur er einmitt síðasti skráningardagur í tölt og skeið á Landsmóti. Þannig að "síðasti séns" er réttnefni fyrir þá leika.

Fjórðu og fimmtu Skeiðleikarnir verða síðan með hefðbundnu sniði á miðvikudegi, aðrir í Fák og hinir í Sleipni.

Hér að neðan eru dagsetningar Skeiðleika sumarsins.

Dags Nafn Staðsetning

30.4.2010 Skeiðleikar 1 Brávellir, Selfoss (íþróttamót Sleipnis)
29.5.2010 Skeiðleikar 2 Víðivellir, Reykjavík (gæðingamót Fáks)
15.6.2010 Skeiðleikar 3 - síðasti séns, Brávellir, Selfoss
14.7.2010 Skeiðleikar 4 Víðivellir, Reykjavík
11.8.2010 Skeiðleikar 5 Brávellir, Selfoss


Kveðja,
Stjórn Skeiðfélagsins