miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur Náttfara

28. mars 2014 kl. 13:03

Rauðlitföróttur hestur

Einar Gíslason nýr í stjórn

Hrossaræktarfélagið Náttfari hélt aðalfund sinn í gær, 27. marz. Einar Gíslason, Brúnum, tekur sæti í stjórn við hlið Sigríðar Bjarnadóttur, Hólsgerði, og Jónu Sigurðardóttur, Bringu, og mun ný stjórn skipta með sér verkum. Allnokkur hagnaður varð af rekstri félagsins árið 2013.

Á fundinum veitti Stefán Birgir Stefánsson í Litla-Garði viðtöku verðlaunabikar fyrir hæst dæmda kynbótahross 2013 ræktað af félagsmanni í Náttfara en Gangster frá Árgerði hlaut í aðaleinkunn 8.63, hvar af 8.94 fyrir kosti sem er næst hæsta hæfileikaeinkunn fengin af íslenzku kynbótahrossi 2013, einungis Odda frá Guldentorp undan Hljómi frá Brún var hærri með 9.00. Ræktandi Gangsters er Magni Kjartansson í Árgerði. Árið 2013 komu alls 33 kynbótahross sem ræktuð eru af félögum í Náttfara til fullnaðardóms.

Þá var gengið frá því að Náttfari verður formlegur eigandi Náttfaravallarins á Melgerðismelum en völlurinn hefur verið á forræði Hestamannafélgsins Funa sem samþykkti breytta tilhögun á nýlega afstöðnum aðalfundi sínum. Fyrir liggur að reist verður nýtt dómhús við Náttfaravöllinn fyrir sumarkomu.