miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur Meistaradeildar VÍS

10. desember 2009 kl. 14:20

Aðalfundur Meistaradeildar VÍS

Aðalfundur Meistaradeildar VÍS var haldinn í höfuðstöðvum VÍS í gærkvöldi. Á fundinum voru á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem liðin voru kynnt og farið yfir dagskrá vetrarins.

Nýr formaður deildarinnar var kjörinn Rúnar Þór Guðbrandsson en Örn Karlsson fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér í formannssætið í ár. Örn gaf hins vegar kost á sér áfram í stjórn og var hann kjörinn ásamt öðrum stjórnarmönnum. Stjórn deildarinnar er því skipuð Rúnari Þór Guðbrandssyni, formaður, og meðstjórnendur eru Finnur Ingólfsson, Hjörtur Bergstað, Maríanna Gunnarsdóttir og Örn Karlsson.