laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur Járningamannafélagsins

14. apríl 2010 kl. 09:44

Aðalfundur Járningamannafélagsins

Járningamannafélag Íslands minnir á áður boðaðan aðalfund og námskeið í fótaskoðun. Stjórn Járningamannafélags Íslands hefur ákveðið að halda aðalfund 17. apríl n.k.að Skeiðvöllum í Rangárvallasýslu.

Dagskrá verður á þá leið að fundur hefst kl. 10:00 með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Hefðbundnum aðalfundi líkur um kl. 12:00 og snæðum við þá saman hádegisverð í boði félagsins.

Eftir hádegi verður boðið upp á námskeið til samræmingar á fótaskoðun fyrir gæðinga- og íþróttamót. LH hefur lagt inn beiðni til stjórnar JÍ að félagið taki að sér fótaskoðun á LM 2010  eins og undanfarin landsmót. Stjórn JÍ hefur samþykkt að taka beiðninni en hefur farið fram á það við LH að settar verði vinnureglur til samræmingar á túlkun reglna og vinnutilhögunnar við fótaskoðun.

Námskeiðið verður það fyrsta sem boðið verður uppá í þessum dúr og eru uppi hugmyndir hjá stjórn JÍ að halda megi samskonar námskeið reglulega og það verði forkrafa þess að mega sjá um fótaskoðun á stórmótum og úrtöku til þeirra. Stjórn hvetur þá sem hafa áhuga að koma að fótaskoðun fyrir félagið í sumar að mæta.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Járningamannafélag Íslands