laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur Járningamannafélags Íslands

22. mars 2012 kl. 15:43

Aðalfundur Járningamannafélags Íslands

Stjórn Járningamannafélags Íslands minnir á áður boðaðan aðalfund félagsins 24. mars n.k.að Skeiðvöllum í Rangárvallasýslu.

 
Dagskrá verður á þá leið að fundur hefst kl. 10:00 með hefðbundnum aðalfundarstörfum.
Kl. 12:00 reiknum við með að aðalfundi sé lokið og snæðum þá saman hádegisverð í boði félagsins.
Eftir hádegi verður boðið upp á sýnikennslu og kynningu á heitjárningum og tilslætti / breytingum á skeifum. Þátttakendur fá jafnframt tækifæri til að grípa inní einstaka verkþátt og tilsögn í að vinna með heitt járn og slá til skeifur.
 
Við vonumst til að sjá sem flesta. Nýir félagar boðnir velkomnir.
Með kveðju,  Stjórn Járningafélags Íslands