mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

27. mars 2012 kl. 10:23

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður á morgun,  miðvikudagskvöld 28. mars kl. 20:30 í Hliðskjálf félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi.

 
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Úr stjórn eiga að ganga Ólafur Einarsson en hann gefur ekki kost á sér áfram og Sigrík Jónsson en hann gefur kost á sér áfram. Gestur fundarins verður að þessu sinni Guðmar Þór Pétursson en hann hefur lengi unnið að markaðsmálum í Ameríku.
 
Rétt er að benda á að fundargerðir stjórnar eru aðgengilegar á slóðinni www.bssl.is en þar eru Hrossaræktarsamtökin með síðu. Vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðalfundinum.
 
Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands