fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur hrossaræktarfélags Hrunamanna

27. mars 2012 kl. 09:45

Aðalfundur hrossaræktarfélags Hrunamanna

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Hrunamanna var haldin síðasta sunnudag 25. mars og mættu um 20 manns.

 
Veitt voru verðlaun fyrir hæstu kynbótahrossin á árinu og að þessu sinni var Efsti Stóðhesturinn  Hljómur frá Túnsbergi undan Ægi frá Litlalandi og Stöku frá Litlu-Sandvík. Hljómur er í eigu þeirra Gunnars og Möggu á Túnsbergi. Efsta hryssan var Íris frá Efra-Langholti hún er undan Orra frá Þúfu og Ísold frá Gunnarsholti hún er  í eigu þeirra Berglindar og Ragnars í Efra-Langholti.
Þetta var í fyrsta sinn sem þessir verðlaunagripir voru veittir og voru þeir gjöf frá Hrunamannahrepp í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Einnig voru veitt önnur ný verðlaun fyrir besta Ræktunarbúið og að þessu sinni var það jörðin Jaðar sem stóð efst. Hrossaræktarfélag Biskupstungna gaf félaginu verðlaunagripinn.
Síðan voru svo veitt  verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin ræktuð af félagsmanni en ekki í eigu hans og það voru Straumur frá Hrafnkelsstöðum ræktendur Jóhanna og Haraldur á Hrafnkelsstöðum og Kráka frá Syðra-Langholti ræktandi Sigmundur Jóhannesson.
 
Kynntir voru þeir hestar sem verða notaðir á vegum hrossaræktarfélagsins í sumar og það eru þeir
 
Arion frá Eystra-Fróðholti
Bygging 7.94 
Hæfileikar :8.55
Aðaleinkunn:8.31
 
og
 
Álmur frá Skjálg
B. 8.01
H: 8.61
A: 8.37