mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur GDLH

21. nóvember 2013 kl. 11:18

GDLH

þann 16. nóvember 2013

Þann 16. nóvember síðastliðinn fór fram aðalfundur Gæðingadómarafélagsins í húsakynnum LH í Laugardalnum. Samhliða aðalfundi fór fram vinnufundur félagsmanna, þar sem félagsmenn tóku fyrir nokkur málefni er varða starfsemi dómara og gæðingadómarafélagsins. Vinnufundurinn heppnaðist vel og mynduðust skapandi umræður um starfsemi félagsins og framkvæmd dómsstarfa.

 

Á aðalfundi var ný stjórn félagsins kosin, en stjórnina skipa:

 

Sigurður Straumfjörð Pálsson, formaður
Ingibergur Árnason, aðalstjórn
Davíð Jónsson, aðalstjórn
Erlendur Árnason, aðalstjórn
Pétur Vopni Sigurðsson, aðalstjórn
Magnús Sigurjónsson, varastjórn
Lárus Hannesson, varastjórn