miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur GDLH 2013

11. nóvember 2013 kl. 10:54

Dagskrá

Senn líður að aðalfundi Gæðingadómarafélagsins sem haldin verður þann 16. nóvember næstkomandi í húsakynnum Landssambands Hestamannafélaga í Íþróttmiðstöðinni í Laugardal.  Samhliða aðalfundinum í ár verður haldin vinnufundur þar sem það er markmið stjórnar að félagsmenn komi saman og ræði fyrirfram ákveðin málefni og komi skoðunum sínum á framfæri. Stjórn GDLH vill með þessu framtaki virkja félagsmenn í stefnumótun félagsins og efla almenna starfsemi innan félagsins.

Eftirfarandi er dagskrá fundarins:

12:00

Brunch

-        Hitað upp , sýnt frá úrslitum í A og B flokk frá síðasta landsmóti.

13:00

 Hópavinna

Fundarmenn skiptast í fimm vinnuhópa, þar sem hver hópur tekur  öll neðangreind málefni. Hópstjóri stýrir umræðu í hverjum vinnuhópi. Hópstjóri kynnir ályktun hvers vinnuhóps að lokinni hópavinnu.

Málefni:

1.     Hvað finnst okkur ásættanlegt misræmi í dómum?

-        Eiga dómarar að fara yfir dóma og skoða myndbönd saman eftir mót?

-        Hvaða „frávik“ eru í lagi?

2.     Vinnubrögð dómara við dómgæslu

-        Getur verið að sumir gefi einkunn til að vera eins og hinir, í stað þess að fara eftir eigin sannfæringu?

§ Hvað getum við gert til að útiloka slík vinnubrögð?

-        Hvað eykur sjálfstraust dómara og hvað dregur úr því?

3.     Hvert á að vera hlutverk eftirlitsdómara og yfirdómara?

-        Skilgreining á hlutverkum

-        Samanburður við eftirlitsdómara í öðrum íþróttagreinum

-        Framkvæmd á minni mótum (ekki landsmót, fjórðungsmót)

4.     Hlutverk stjórnar og fræðslunefndar GDLH – hvað má betur fara?

-        Umræða um hlutverk og hlutverkaskipti stjórnar og fræðslunefndar

-        Framkvæmd upprifjunarnámskeiða

-        Skipan dómara á mót

5.     Ný tækni við dómsstörf

-        Hvernig samræmast vinnubrögð nýrri tækni?

14:30

 Hópar gera grein fyrir niðurstöðum

-        Umræður

16:00

Aðalfundur

 

Það er von stjórnar GDLH að flestir gæðingadómarar sjái sér fært að mæta á aðalfund GDLH þann 16. nóvember næstkomandi og við getum tekið höndum saman um að efla félagið okkar og okkur sem gæðingadómara!

Ef einhverjar spurningar eru varðandi fundinn þá eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við stjórn GDLH á netfangið stjorngdlh@gmail.com.