mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur FT á föstudag

29. nóvember 2012 kl. 15:52

Hópreið FT á LM2012. Ljósmynd: Kolbrún Grétarsdóttir

Á dagskrá er meðal annars kynning á „Tamningamanninum“, nýju námi sem er í þróun í samstarfi við LbhÍ á Hvanneyri.

Félag tamningamanna minnir á aðalfund sinn föstudaginn 30. nóvember. Fundurinn fer fram á veitingahúsinu Kænunni, Óseyrarbraut 2 í Hafnarfirði og hefst stundvíslega kl. 16.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, auk kynningar á „Tamningamanninum“ nýju námi sem er í þróun í samstarfi við LbhÍ á Hvanneyri.

Einnig verður ný keppnisgrein „Töltfimi“ kynnt og Þórdís Erla Gunnarsdóttir, tamningamaður og reiðkennari, kynnir átak í hjálmanotkun „Klárir knapar.“ Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að koma og taka þátt í fundarstörfum og umræðum um félagið og hlutverk þess. Í lok fundar verður boðið upp á kvöldverð.
 
Félag tamningamanna