miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur FT 11.desember

7. desember 2009 kl. 09:08

Aðalfundur FT 11.desember

Aðalfundur Félags tamningamanna verður haldinn föstudaginn 11. desember nk. á veitingastaðnum Kænunni á Óseyrarbraut 2 í Hafnarfirði. Fundurinn hefst kl. 17 og rétt til fundarsetu eiga allir skuldlausir félagar í FT.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem Pétur Behrens mun fjalla um sögu félagsins og Helga Thoroddsen mun fjalla um málefni knapamerkja er varða reiðkennara.
Boðið verður upp á kvöldverð á fundinum og vonast stjórn FT til að sem flestir félagar mæti og taki þátt í fundarstörfum.
 
Félag tamningamanna