sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalfundur FHB 6. nóvember

3. nóvember 2009 kl. 09:52

Aðalfundur FHB 6. nóvember

Aðalfundur Félags hrossabænda fer fram á Hótel Sögu föstudaginn 6. nóvember nk. og hefst kl. 10. Rétt til fundarsetu eiga kjörnir fulltrúar aðildarfélaga FHB ásamt stjórn og boðsgestum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, mun fjalla um lyfjaskráningar í WorldFeng og Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ, mun fara yfir kynbótastarfið. Einnig mun Sigurbjartur Pálsson, fulltrúi BÍ í stjórn Landsmóts ehf., fjalla um framtíðarsýn LM.

Kjósa þarf tvo stjórnarmenn til þriggja ára, auk búnaðarþingsfulltrúa FHB.
Hér að neðan má sjá drög að dagskrá fundarins:

Kl. 10
1. Fundarsetning
2. Ávörp gesta
3. Skýrsla stjórnar – Kristinn Guðnason og Hulda G. Geirsd.
4. Reikningar – Eyþór Einarsson
5. Kjörbréfanefnd skilar áliti
6. Umræður um skýrslu og reikninga

Matarhlé

7. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir fjallar lyfjaskráningu í WorldFeng
8. Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ fjallar um sýningahaldið
9. Umræður um erindi SB og GA
10. Tillögur lagðar fram til nefnda:
- Allsherjar og markaðsnefnd
- Fjárhagsnefnd
- Ræktunarnefnd

Kaffihlé

11. Kosningar:
Kjósa þarf tvo stjórnarmenn til þriggja ára og þrjá varamenn til eins árs. Sem og búnaðarþingsfulltrúa og skoðunarmenn reikninga.
12. Sigurbjartur Pálsson – LM framtíðarsýn
13. Umræður um erindi Sigurbjarts
14. Önnur mál
15. Fundarslit

Kl. 19:00
Kvöldverður fyrir fundarmenn í boði félagsins í matsal BÍ á 3. hæð.