miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Að sjá í myrkrinu

28. desember 2009 kl. 11:09

Að sjá í myrkrinu

Eiðfaxi gekk fram á Andrés Sigurbergsson þar sem hann var á útreiðum í rökkrinu um hátíðirnar austur í Ölfusi. Það sem vakti athygli var að Andrés var með lukt á höfðinu sem gerði hann mjög sýnilegan í myrkrinu. Er kannski eitthvað fleira sem vinnst við það að hafa á sér luktina?

„Mér finnst erfitt að ríða út í svarta myrkri og tók ég því uppá að prófa að nota svona ljós fyrir nokkrum árum síðan. Þessar luktir fær maður á næstu bensínstöð eða í byggingavöruverslunum og eru þær búnar þægilegum festingum sem gera manni kleift að nota þær hvort sem er utanum húfu eða hjálm.

Hrossin venjast ljósinu strax en þau lýsa upp svæðið fyrir framan mann og þá sér maður veginn fyrir framan sig, alla vega næstu 10 metrana. Mér finnst líka skemmtilegra að sjá hálsinn á hestinum en stundum er svo dimmt að maður sér varla hendurnar á sér. Fyrir mig varð bylting við er ég byrjaði að nota þessi ljós. Ég verð heldur ekki var við að ljósið trufli aðra ríðandi umferð, hestarnir taka þessu vel."