þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Að finna samhljóm með boga við hönd

26. nóvember 2014 kl. 16:39

Pettra er farsæl bogfimireiðkona sem lærði bogfimi á hestum og hugmyndafræði þess í Mongólíu.

Tvö námskeið í hestabogfimi sem haldin verða á næsta ári urðu fullbókuð aðeins sólarhring eftir að þau voru auglýst.

Bogfimi nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi en rúmlega 500 manns hafa skráð sig sem félagar Bogfimisetursins síðan það var stofnað fyrir tveimur árum. Bogfimi er ekki aðeins íþrótt, heldur einnig eins konar hugleiðsla. Hestabogfimi er samofin asískri bardagalist, sem leggur áherslu jafnvægi milli hins líkamlega og andlega. Hin þýska Pettra Engeländer mun miðla aðferðum að bættum tengslum við hest í gegnum bogfimi á námskeiði sem haldið verður á vordögum.

Fjallað er um hestabogfimi í 11. tölublaði Eiðfaxa sem nálgast má hér. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.