mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Að búa í hesthúsi

odinn@eidfaxi.is
21. janúar 2014 kl. 07:20

Mannlíf

Nútímahesthús eru byggð samkvæmt nútíma kröfum og byggingareglugerðum.

Félag hesthúsaeiganda í Almannadal hefur sótt um til byggingyfirvalda í Reykjavík að leyft verði að hafa lögheimili í hesthúsum á svæðinu. Formaður félags hesthúsaeiganda á svæðinu segir húsin þar byggð samkvæmt nútímakröfum og reglugerðum. Hann nefnir einnig að húsin séu öll byggð annað hvort úr steypu eða forsteyptum einungum og gæði þeirra bjóði því upp á að vel sé hægt að halda heimili þar.

Þetta kemur fram í frétt hjá Morgunblaðinu en þar er meðal annars rætti við Bjarna Jónsson húsasmíðameistara sem er formaður húseigandafélagsins í Almannadal.