mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Á að banna hælahlífar í kynbótadómum ?

odinn@eidfaxi.is
15. janúar 2014 kl. 23:40

Minna eigendur kynbótahrossa á ábyrgð þeirra.

Fagráð er á því að skerpa þurfi á framgangi heilbrigðisskoðunar sem við líði var á síðasta ári en ekki sé þörf á breytingu á útfærslu hennar. Þá væri nauðsynlegt að minna eigendur og knapa á ábyrgð þeirra gagnvart dýravelferð sýningarhrossa og funda að nýju með sýningarstjórum og dýralæknum til meiri samræmingar á ferlinu.

Ekki voru menn á því að banna ákveðinn hlífðarbúnað en tala mætti fyrir því að menn notuðu þann búnað sem frekar dygði sem vörn gegn meiðslum s.s. 120 gr. gúmmíklukkur. Þá var samþykkt að safna gögnum næsta sumar varðandi það hvaða hlífðarbúnaður er í notkun hverju sinni.