þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ábyrgð kennara/þjálfara, keppanda, aðstandenda, dómara

1. apríl 2017 kl. 01:25

Einar Öder á landsmóti

Formaður FT deilir hugleiðingum um keppnismál

Keppnistímabilið í hestamennskunni er alltaf að lengjast með tilkomu hinna ýmsu innanhúsdeilda, sem er mjög jákvætt fyrir íþróttina.  Þegar keppnistímabilið er í fullum gangi er spennandi að fylgjast með knöpum undirbúa sig í höllum og á völlum hestamannafélagana.    

 Metnaður, áhugi og eftisvænting í hverju hjarta. Margir að fá aðstoð og álit þjálfara, kennara og dómara, og enn meir nú með tilkomu deildana.

 Hef sjálf kennt og þjálfað knapa fyrir keppni, er það svakalega gefandi og skemmtilegt, jafnvel meira spennandi en að keppa sjálf. 
  Þó er eitt "vandamál" sem yngri kynslóðin glímir við..... foreldravandamálið!

Foreldrar eiga það til í hita leiksins ef frammistaða stendur ekki undir væntingu þeirra, að kenna dómurum og/eða þjálfurum um, tala illa um þá og jafnvel að tala illa um keppinauta barna sinna. Því biðla ég til foreldra: Kæru foreldrar/aðstandendur, þið sem veljið að hugsa og tala á þann hátt, 

passið að láta börnin ykkar ekki heyra til ykkar.  Neikvætt viðhorf hefur mótandi áhrif á ungar sálir, við erum fyrirmyndir barnanna okkar, þau hafa eftir sem fyrir þeim er haft.  Leyfum þeim að njóta gleðinnar og ástríðunnar sem hestaíþróttinni fylgir.    Einnig hef ég tekið eftir í áhorfendabrekkunni og oft er fólk svo óheppið að falla í þá gryfju að taka bara eftir því sem illa fer, hneykslast á dómurum og keppendum.   Hvernig væri að við öll tækjum meðvitaða ákvörðun um að taka sérstaklega vel eftir öllu jákvæðu sem vel gengur og fegurðinni sem íþróttinni okkar fylgir?  Rýna svo til gagns með það sem miður fer eða má bæta:) 
        Ég held að engin knapi taki ákvörðun um að klúðra sinni sýningu. Íþróttin okkar er mikil áskorun,dans tveggja og í raun list, hesturinn er svo næmur að hann skynjar minnstu spennu, óöryggi eða stress í knapanum, þannig að ef hesturinn er allt í einu öðruvísi í keppni en á æfingum er líklegt að knapinn sé eitthvað öðruvísi en hann var á æfingum.  Því segi ég við aðstandendur, verum nærgætin og uppbyggileg við okkar knapa, ekki síst þegar eitthvað útaf ber.  Einnig held ég að engin dómari fari á fætur að morgni og ákveði að hann ættli að vera "út úr korti" í dómstörfum þetta mótið. Það er gríðarleg áskorun, undirbúningur og einbeiting að vera dómari. Einnig er starfsfólk móta að eyða frístundum sínum í undirbúning og mótahaldið sjálft. Held að allir séu að reyna að gera sitt allra besta.
            Það hefur verið rannsakað að ef við erum góð og jákvæð í garð annara, óskum öðrum góðs gengis, þá losna gleðiboðefni í heilanum, okkur líður og gengur sjálfum betur að ná okkar markmiðum, og hesturinn skynjar okkar líðan.  

            Hvetjum hvort annað, tölum fallega um og við hvert annað! Við höfum mismunandi smekk fyrir hestum, knöpum, höfum mismunandi skoðanir og það er bara frábært:)

          Mikilvægt er að hafa kjark til að fylgja hjartanu, skora á sjálfan sig, óttast ekki álit annarra og vinna jákvætt úr mistökum og gagnrýni.

Neikvætt/ ljótt umtal SEGIR MEIRA UM VIÐHORF OG LÍÐAN ÞESS SEM TALAR, heldur en þann sem talað er um.  Jákvæðni er valkostur... ert þú búin/nn að velja?.

Kæra hestafólk, saman getum við gert okkar einstöku keppnisíþrótt enn magnaðri og skemmtilegri. Það liggur hjá okkur sjálfum.