sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Að veðja á réttan hest

Jens Einarsson
19. nóvember 2009 kl. 11:39

Viðtal við hrossaræktarmenn ársins

Í nýútkomnu tölublaði af Hestar og hestamenn er viðtal við ræktunarmenn ársins, Þormar Andrésson, Sigurlínu Óskarsdóttur og Elvar Þormarson. Þau búa í Hvolsvelli en kenna hross sín við Strandarhjáleigu, þar sem þau eiga land. Í viðtalinu segir meðal annars:

„Að veðja á réttan hest

Það skemmtilegasta í hrossaræktinni er þegar manni tekst að veðja á réttan hest; óráðinn hest eða hryssu. Segja má að hrossarækt þeirra Þormars og Sillu hafi byrjað fyrir alvöru þegar hryssurnar Jörp frá Núpsdalstungu og Von frá Hofsstöðum köstuðu sínum fyrstu folöldum í þeirra eigu vorið 1987.

„Fyrsta hryssan okkar sem fór í fyrstu verðlaun var Harpa frá Kúskerpi í Skagafirði. Óhemju vökur og drifmikil hryssa. Hún reyndist hins vegar ekki kynbótahryssa og eyddist út. Það eru einkum þrjár hryssur sem eru stofnmæður að okkar hrossum í dag: Jörp frá Núpsdalstungu, Von frá Hofsstöðum og Sóley frá Garðsauka (Búlandi). Afkvæmi þeirra eru að fléttast saman í okkar ræktun og virðast ælta að koma vel út. Það er óneitanlega dálítið skemmtilegt að þetta skuli vera að heppnast. Manni finnst vænna um það heldur en ef maður hefði keypt hátt dæmdar hryssur í byrjun."

Hægt er að kaupa áskrift að blaðinu með því að hringja í síma 511-6622