miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

A-úrslit í tölti á stórmóti Geysis

31. júlí 2010 kl. 23:58

A-úrslit í tölti á stórmóti Geysis

Það var skemmtileg stemning á Gaddstaðaflötum í kvöld er bestu töltararnir reyndu með sér í A-úrslitum. Kvöldsólin yljaði áhorfendum og lesa mátti úr stemningunni að kvefpest í hrossum var fjarri hugum fólks.
Keppnin var jöfn og skemmtileg, enda var munur á einkunnum efsta hests og þess er hafnaði í sjötta sæti ekki mikið meiri en 0,4.
Úrslit urðu þessi:

1    Sigurður Óli Kristinsson / Svali frá Feti 7,72 
2    Bylgja Gauksdóttir / Grýta frá Garðabæ 7,72 
3    Þórdís Gunnarsdóttir / Ösp frá Enni 7,67 
4    Sara Ástþórsdóttir / Díva frá Álfhólum 7,56 
5    Þorvaldur Árni Þorvaldsson / Losti frá Strandarhjáleigu 7,39 
6    Eyjólfur Þorsteinsson / Ósk frá Þingnesi 7,33