fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

9,5 fyrir tölt 4 vetra

odinn@eidfaxi.is
19. maí 2014 kl. 16:49

Konsert frá Hofi á Stóðhestaveislunni í vetur. Knapi Agnar Þór

Enn sýnir Agnar Þór hvers hann er megnugur.

Agnar Þór heldur áfram að spila út trommpum í 4 vetra flokki stóðhesta. Hann hefur áður sýnt hvers hann er megnugur með þessa ungu fola, en hann sýndi Glym frá Innri-Skeljabrekku í hæsta hæfilekadóm sem gefin hafði verið á sínum tíma. Hann jafnaði svo það met í fyrra að ónefndum Kiljan frá Steinnesi og Laxnes frá Lambanesi.

Nú er það Ómssonurinn Konsert frá Hofi sem rétt í þessu hlaut 8,48 fyrir sköpulag, 8,17 fyrir kosti (klárhestur) og þar af 9,5 fyrir tölt aðeins 4 vetra gamall.

Konsert vakti talsverða athygli á Stóðhestaveislunni í vetur og nú hefur hann staðfest getu sína í dag.

IS2010156107 Konsert frá Hofi
Örmerki: 352098100025613
Litur: 6520 Bleikur/fífil/kolóttur stjörnótt
Ræktandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason
Eigandi: Goetschalckx Frans
F.: IS2003181962 Ómur frá Kvistum
Ff.: IS1995184651 Víglundur frá Vestra-Fíflholti
Fm.: IS1997287042 Orka frá Hvammi
M.: IS2004256111 Kantata frá Hofi
Mf.: IS1991158626 Kormákur frá Flugumýri II
Mm.: IS1997256113 Varpa frá Hofi
Mál (cm): 146 - 135 - 140 - 64 - 144 - 35 - 49 - 43 - 6,8 - 30,5 - 19,0
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 8,4
Sköpulag: 9,5 - 8,5 - 7,5 - 9,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 7,5 = 8,48
Hæfileikar: 9,5 - 8,0 - 5,0 - 8,5 - 9,5 - 9,0 - 6,0 = 8,17
Aðaleinkunn: 8,30
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon