mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

60 keppendur í tölti

31. júlí 2013 kl. 14:00

Heimsmeistaramótið í Berlín !

Nú eru einungis 4 dagar í að herlegheitin byrji í Berlín. 163 keppendur eru skráðir til leiks þar af 8 ríkjandi heimsmeistarar. Það eru 81 knapi sem keppa í fullorðinsflokk (16 ára og eldri) og 46 í ungmennaflokki (16-21 árs). Keppendur í ungmennaflokki hafa til 5 ágúst að ákveða sig í hvorum flokki þeir ætla að keppa. 

Keppnin mun fara fram í fjórum greinum (tölt, fjórgangur, fimmgangur og slaktaumatölt) og í þremur skeiðgreinum. Liðin eru þegar búin að gefa það fram hverjir ætla að keppa í hvaða greinum en hægt er að breyta skráningum fram að 5 ágúst, þ.e.a.s eftir að hestarnir hafa allir fengið grænt ljósu um að þeir séu klárir í keppni. 

Flestir keppendur eru í gæðingskeiði eða 61 knapar. Þar á eftir kemur töltið en þar eru skráðir 60 keppendur, fæstir taka þátt í 250m. skeiðinu. Fjöldi í hverri grein er sem hér segir:

  • Tölt T1: 60 keppendur, þ.á.m. 23 ungmenni
  • Slaktaumatölt T2: 49 keppendur, þ.á.m. 17 ungmenni
  • Fjórgangur V1: 58 keppendur,  þ.á.m. 25 ungmenni
  • Fimmgangur F1: 46 keppendur, þ.á.m. 16 ungmenni.  
  • Gæðingaskeið PP1: 61 keppendur, þ.á.m. 19 ungmenni.
  • 250m. skeið P1: 37 keppendur, þ.á.m. 10 ungmenni.
  • 100m. skeið P2: 50 keppendur, þ.á.m. 14 ungmenni.


Keppendum verður raðað niður í rásröð á mánudaginn, 5.ágúst, þegar liðin hafa lokið lokaskráningu. 

www.berlin2013.de