þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

60 ára afmælisárshátíð hestamannafélagsins Harðar!

9. febrúar 2010 kl. 08:16

60 ára afmælisárshátíð hestamannafélagsins Harðar!

Nú er komið að því kæru félagsmenn! Það er kominn tími til að við sameinumst sem aldrei fyrr og gleðjumst yfir glæsilegri sögu félagsins, nýju flottu reiðhöllinni okkar og komandi ævintýrum!

Í tilefni af 60 ára afmæli hestamannafélagsins verður árshátíð Harðar með breyttu og sérstaklega glæsilegu sniði í ár. Veislan verður haldin þann 27. febrúar næstkomandi í spánýjum og virðulegum veislusal Mosfellinga í Hraunhúsum (Ístexhúsið). Aðstaða er öll hin flottasta og mun án efa fara vel um stífbónaða hestamennina í salnum!

Veislustjóri: Eysteinn Leifsson
Trúbadorinn Grétar á gítarnum leikur fyrir dansi ásamt gleðidiskóinu Mamasita!

Matseðill kvöldsins:

Forréttur: Rjómalöguð humarsúpa
Aðalréttur: Argentískar lundir að hætti Harðarmanna og fagursleginn kalkúnabringa
Eftirréttur: Kólumbískt kaffi og heiðursmannakonfekt

Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst á slaginu átta.

Miðasala fer fram laugardaginn 13. febrúar í Gummabúð í Reiðhöllinni milli klukkan 13 og 16 og er miðaverð 5.500 kr. Fyrstir koma fá bestu borðin!

Nánari upplýsingar í síma 856--5505 (Gummi) og 869-6078 (Siggi).