fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

51 kynbótasýning haldin í ár

10. október 2014 kl. 16:17

Brigða frá Brautarholti

Kynbótasýningar í 11 löndum.

Fram kemur á WorldFeng að alls voru 51 kynbótasýningar skráðar á sýningarárinu en því lauk um síðustu mánaðarmót. Þau 11 aðildarlönd FEIF sem skipulögðu kynbótasýningum samkvæmt FIZO reglum voru eftirfarandi: Ísland, Þýskaland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Austurríki, Sviss, Bandaríkin, Finnland, Kanada og Bretland. 

Fjöldi fullnaðardóma dæmdir á kynbótasýningum ársins 2014 var alls 2.304. Þeir skiptust þannig á milli landa: 

 • Ísland 1.523
 • Þýskaland 266
 • Danmörk 193
 • Svíþjóð 170
 • Noregur 77
 • Austurríki 21
 • Kanada 20
 • Finnland 12
 • Bandaríkin 10
 • Sviss 9 
 • Bretland 3