mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

50 ára afmæli FEIF

11. ágúst 2019 kl. 07:00

Susanne Fraulich tók við viðurkenningu fyrir sitt framlag til FEIF

Afmælisveisla var haldin á föstudaginn við hátíðlega athöfn

 

Þó að íslenski hesturinn sé í aðalhlutverki á heimsmeistaramótinu í Berlín að þá gefst tími fyrir fólk til þess að koma saman og gera sér glaðan dag.

Nú eru 50 ára frá því að Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) voru stofnuð. Af því tilefni bauð FEIF í samstarfi við Horses of Iceland til fagnaðar í markaðstjaldi þeirra beggja. Boðið var upp á mat og drykk og var íslenskt lambakjöt á meðal þess var á boðstólnum.

Gunnar Sturluson forseti FEIF setti hátíðina og bauð fólk velkomið ásamt því að flytja ávarp þar sem hann meðal annars rifjaði upp að samtökin voru stofnuð á Aegidienberg af fimm þjóðum en í dag eru aðildarlöndin tuttugu og eitt.

Susanne Fraulich skrifstofustjóri FEIF hlaut við þetta tilefni FEIF verðlaunin fyrir framlag sitt til samtakanna. Hún hefur starfað fyrir samtökin síðan 2003, og er ómissandi starfskraftur.

Þá héldu einnig ræður Evald Isenbugel fyrsti forseti FEIF og Jens Iversen f.v. forseti FEIF. Þá flutti Elín Sigurðardóttir ávarp frá sendiráðinu í Berlín.

 

Afmælishátíðin var skemmtileg tilbreyting frá keppnishluta heimsmeistaramótsins og andrúmsloftið notalegt.