þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

453 reiðleiðir á kortasjá

7. febrúar 2011 kl. 13:45

453 reiðleiðir á kortasjá

Aragrúi reiðleiða er nú að finna á Kortasjá Landssamband hestamannafélaga...

Landssamband hestamannafélaga (LH) og Loftmyndir ehf. undirrituðu í fyrravor samning um afnot af landfræðilegum gögnum í eigu Loftmynda og þjónustu þeim tengdri til að hnita reiðleiðir sem sjást á loftmyndunum.

Í dag er búið að skrá 453 reiðleiðir og kafla að heildarlengd 2510 km. á suðvestur- og vesturlandi. 

"Viðbót í kortasjána nú eru 1070 km. á vesturlandi. Næst er áformað að hefja skráningu reiðleiða á suðurlandi. Ég vil endilega hvetja þá sem eru vel staðkunnugir og sjá eitthvað sem betur má fara að koma ábendingum áleiðis til LH eða undirritaðs bilamalunh@simnet.is," segir Halldór H. Halldórsson á heimasíðu Landsambandsins.

Eiðfaxi hvetur hestamenn að líta á Kortasjánna, og leggja hönd á plóg við að skrásetja reiðleiðir, öllum hestamönnum til gagns og gaman.