laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

3.Vetrarmót Geysis

7. apríl 2010 kl. 09:03

3.Vetrarmót Geysis

Síðasta vetrarmót Geysis verður haldið næstkomandi laugardag 10.april kl 14:00 í Rangárhöllinni á Hellu. Keppnin verður með hefðbundnu sniði að viðbætri unghrossakeppni. Þannig að keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, áhugamannaflokki, opnum flokki og unghrossaflokki (hross fædd 2005 og 2006 ekki fyrstuverðlaunahross). Frítt er í barna- og unglingaflokk en 2000 kr. er þátttökugjald í hina flokkana.

Skráning er á staðnum frá kl 13:00 - 13:45.
 

Vetrarmótanefnd