föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

2.098 hross sýnd á árinu

30. ágúst 2015 kl. 12:00

Íslenski hesturinn var kynbótadæmdur í ellefu löndum.

Nú þegar hafa 2.098 hross verið sýnd í kynbótadómi í ellefu löndum sem öll eiga aðild að FEIF. 1.736 hafa hlotið fullnaðardóm en ekki er öllum dómum lokið það sem af er á sýningarárinu. 

Kynbótasýningum á Íslandi er lokið en seinustu sýningarnar voru síð sumarssýningarnar á MiðFossi, Selfossi og Dalvík. Alls voru 1.154 hross dæmd á ári en það er fækkun frá síðasta ári. Í þremur öðrum löndum hafa verið fleiri en 200 hross verið sýnd. Í Danmörk voru 260 hross sýnd á sex kynbótasýningum, í Þýskalandi voru 246 hross sýnd á 10 sýningum (enn á eftir að sýna hross í Þýskalandi) og í Svíþjóð en þar voru 225 hross sýnd á sex sýningum.

Þessar tölur eru byggðar á upplýsingum úr WorldFeng og miðast við skráð hross á kynbótasýningar í dag. Nokkrar kynbótasýningar hafa ekki farið fram en í september verða sýningar í Danmörku, Hollandi, Austurríki og Þýskalandi. Síðasta sýning ársins fer fram í Þýskalandi í lok september.