miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

2.tbl. á leið til áskrifenda-

6. apríl 2010 kl. 10:47

2.tbl. á leið til áskrifenda-

Annað tölublað Eiðfaxa þetta árið er á leið til áskrifenda sinna, stútfullur af fræðandi og skemmtilegu efni. Meðal efnis er skemmtilegt viðtal við ræktandann, bóndann og tamningamanninn Vigni Siggeirsson í Hemlu, áhugavert viðtal við ræktendurna í Auðsholtshjáleigu, þau Gunnar og Kristbjörgu um pörun kynbótahrossa. Einnig er áhugavert viðtal við Sigrúnu Ólafsdóttur formann FT, umfjöllun og viðtöl varðandi LM2012 í Reykjavík, viðtal við stórefnilega unga hestakonu og einnig fræðandi greinar um járningar, hestaheilsu, menntamál, beislabúnað og síðan skrifar Guðmundur Björgvinsson aðra greinina í greinaflokknum um þjálfun gæðingsins.

Eiðfaxi er seldur í lausasölu á bensínstöðvum N1 og Olís, í hestavöruverslunum, í Pennanum og Office 1. Nælið ykkur í eintak!

Hér fyrir neðan er skemmtlegt textabrot úr viðtalinu við Gunnar Arnarson og Kristbjörgu Eyvindsdóttur:

[...]

Hvað er það fyrsta sem þarf að skoða þegar pöruð eru saman hryssa og stóðhestur?


Það fyrsta sem maður gerir er að móta sér skoðun um hvað má bæta. Það á að vera markmið hvers ræktanda að bæta það sem fyrir er. Við skulum ekki gleyma því að í ræktun felst sú hugsun að ná framförum. Að sjálfsögðu skoðar maður ættlínur hestanna vel og reynir að gera sér góða grein fyrir þeim kostum og göllum sem að baki liggja. Til þess að meta kosti og galla þeirra hrossa sem para á saman notum við allar þær upplýsingar sem aðgengilegar eru, svo sem kynbótamat, dóma, upplýsingar um bakgrunn, afkvæmi, upplýsingar frá þjálfara o.fl.


Hvernig er að halda klárhryssu undir alhliða stóðhest og öfugt?


Að halda saman klárhrossum og alhliða hefur oft reynst okkur vel og út úr slíkri blöndu koma oft afkastamestu hrossin. Engu að síður er mikilvægt að viðhalda afburða klár- og alhliðahrossum.

[...]