sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

170 hross sýnd í vikunni

1. júní 2015 kl. 16:04

Sara frá Stóra-Vatnsgarði verður sýnd á Gaddstaðaflötum í vikunni.

Hollaröðun kynbótasýninga á Gaddstaðaflötum, Mið-Fossum og Fljótsdalshéraði.

Alls eru 88 hross skráð til dóms á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum dagana 2.-5. júní. Dómar hefjast kl. 12:30 þriðjudaginn 2. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 5. júní.  Búið er að birta hollaröðun hér.

Á Mið-Fossum í Borgarfirði verða 70 hross sýnd dagana 3. og 4. júní. Hollaröðun má nálgast hér. Dómar fara fram miðvikudaginn 3. júní og fimmtudaginn 4. júní og hefjast klukkan 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 5. júní.

Þá verða 22 hross sýnd á kynbótasýningu á Fljótsdalshéraði dagana 4. og 5. júní. Hollaröðun má nálgast hér. Dómar fara fram fimmtudaginn 4. júní og hefjast klukkan 13:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 5. júní kl. 9:00.

Önnur kynbótasýning verður haldin á Gaddstaðaflötum dagana 8.-12. júní. Vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun hefur aflestur röntgenmynda af hækilliðum stóðhesta legið niðri og því ekki verið hægt að skrá þá á sýningar. Ef verkfallið leysist á allra næstu dögum verður vonandi hægt að lesa strax úr þessum myndum. Þannig hægt verði að koma stóðhestum að í seinni vikunni á Gaddstaðaflötum með því að bæta við annarri dómnefnd, að er fram kemur í frétt frá RML.