miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

13 hross fórust

21. desember 2014 kl. 16:01

Hestamannafélagið Sóti

Tilkynning frá Hestmannafélaginu Sóta.

"Sá hörmulegi  atburður átti sér stað að 13 hross  sem voru í haustbeit á Bessastaðanesi  fórust. Við smölun á nesinu í gær kom í ljós að 13 hross vantaði í stóðið. Eftir mikla leit, meðal annars úr lofti, fundust þau undir ís í Bessastaðatjörn. Hrossin voru í stóðinu við talningu síðustu helgi en líklegast er talið að þau hafi fælst út á ísinn með þessum hörmulegu afleiðingum.

Stjórn Sóta mun í samráði við lögreglu, björgunarsveitir og eigendur hrossanna vinna að því að ná þeim upp úr tjörninni."

Fyrir hönd stjórnar Sóta                                                                                        
Jóhann Þór Kolbeins