laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

112 hross í fyrstu verðlaun

12. júní 2012 kl. 00:11

112 hross í fyrstu verðlaun

Þá er kynbótasýningunni á Gaddsstaðaflötum lokið en 487 hross voru skráð á sýninguna en 423 mættu til dóms. Sýninginn stóð yfir í tvær vikur en yfirlit hjá hryssunum var síðastliðinn föstudag og síðan lauk henni með yfirliti stóðhesta í dag. 26 hross náðu lágmörkum inná Landsmót en 112 hlutu fyrstu verðlaun. Efst á sýningunni varð hún Kolka frá Hákoti en hún hlaut 8,69 í aðaleinkunn; 8,44 fyrir sköpulag og 8,85 fyrir hæfileika. Kolka var sýnd af Hrefnu Maríu Ómarsdóttur og er hún Kolka efst í flokki sex vetra hryssna.

Hæstur fyrir hæfileika var Gróði frá Naustum en hann hlaut 8,91 fyrir hæfileika en fyrir sköpulag hlaut hann 7,87 og í aðaleinkunn 8,50. Gróði hlaut 9,5 fyrir skeið og vilja og geðslag, 9,0 fyrir tölt og fet. Knapi Gróða var Steingrímur Sigurðsson. Einnig hár fyrir hæfileika var Þórir frá Hólum en hann hlaut 8,73 fyrir hæfileika 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, fegurð í reið og vilja og geðslag. Sylvía Sigurbjörnsdóttir sýndi Þóri en Þórir er búin að vera keppnishestur hjá Sylvíu síðastliðin ár. Þóri hefur áður fyrr aðeins verið sýndur sem klárhestur en Sylvía hefur greinilega fundið fimmta gírinn í Þóri en hann hlaut 8,0 fyrir skeið.

Meðfylgjandi er dómur Kolku og Gróða:

 

IS2006286428 Kolka frá Hákoti
Örmerki: 968000001802023
Litur : 2700 Brúnn
Ræktandi : Halldóra Hafsteinsdóttir, Markús Ársælsson
Eigandi : Hrefna María Ómarsdóttir, Rósa Valdimarsdóttir
F.: IS2002186435 Íkon frá Hákoti
Ff.: IS1996187336 Töfri frá Kjartansstöðum
Fm.: IS1994286104 Bella frá Kirkjubæ
M.: IS1995286428 Frá frá Hákoti
Mf.: IS1989184551 Þorri frá Þúfu í Landeyjum
Mm.: IS1990286414 Feykja frá Hala
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning á Gaddstaðaflötum
Mælingar (cm): 141 - 137 - 63 - 142 - 28,5 - 17,5
Mæling á hófum: L.fr.: 9,0 - L.h. : 8,9
Sköpulag : 8,0 - 9,0 - 9,5 - 9,0 - 7,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 8,44
Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 9,5 - 9,0 - 7,5 = 8,85
Aðaleinkunn : 8,69      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Hrefna María Ómarsdóttir
 
IS2006137335 Gróði frá Naustum
Örmerki: 968000003933253
Litur : 3500 Jarpur
Ræktandi : Margrét Erla Hallsdóttir
Eigandi : Grétar Jóhannes Sigvaldason, Steingrímur Sigurðsson
F.: IS1996181791 Geisli frá Sælukoti
Ff.: IS1988188239 Gustur frá Grund
Fm.: IS1986258162 Dafna frá Hólkoti
M.: IS1996237332 Snörp frá Naustum
Mf.: IS1979158390 Viðar frá Viðvík
Mm.: IS1982237332 Stássa frá Naustum
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning á Gaddstaðaflötum
Mæling (cm): 139 - 128 - 134 - 62 - 139 - 37 - 45 - 42 - 6,5 - 30,0 - 18,5
Mæling á hófum: L.fr.: 9,2 - L.h. : 8,7
Sköpulag : 7,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 7,5 = 7,87
Hæfileikar: 9,0 - 8,0 - 9,5 - 8,5 - 9,5 - 8,5 - 9,0 = 8,91
Aðaleinkunn : 8,50      Hægt tölt: 8,0     Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Steingrímur Sigurðsson