mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

100 metra brokk á Metamóti

21. ágúst 2012 kl. 09:03

Brokk er gangtegund sem hefur ekki fengið þá athygli sem það á skylið að margra mati. Á myndinni er Möller frá Blesastöðum 1a, knapi Þórður Þorgeirsson.

Keppt verður í nýrri keppnisgrein á Metamóti Andvara um næstu helgi, svokölluðu Rökkurbrokki.

Mótnenfd Andvara vekur athygli á nýrri keppnisgrein á dagskrá Metamóts Andvara, svokölluðu RÖKKURBROKKI. Þá er keppt í fljúgandi 100 m kappreiðabrokki með tímatöku. Skyldi Íslandsmet verða slegið? Ábyggilegt er að þetta verður þrælskemmtileg keppni og góð upphitun fyrir áhorfendur fyrir ljósaskeiðið strax á eftir. 


Aðrar keppnisgreinar:
- A flokkur (á beinni braut) - opinn flokkur
- B flokkur (á beinni braut) - opinn flokkur
- Tölt T3 (hringvöllur) - opinn flokkur
- Skeið: 150m/250m
- 100 m ljósaskeið
 
Skráningargjald er 3.000 kr í Rökkurbrokk, en 4.500 kr í öðrum greinum. Skráning í alla flokka fer fram á www.skraning.is. Við skráningu þarf að gefa upp IS nr hests, kennitölu og síma knapa. Skráningargjald greiðist við skráningu. Ekki verður tekið við skráningum í síma. Lokað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 28. ágúst kl. 22.00 stundvíslega.
Nánari upplýsingar á www.andvari.is