laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

100 hross skráð

8. október 2015 kl. 14:03

Sýnt verður beint frá Sölusýningunni.

Gríðarlegur áhugi er fyrir Sölusýningunni sem haldin verður í Samskipahöllinni í Spretti næstkomandi föstudag og hefst kl. 17:00. Hátt í 100 hross eru skráð á sýninguna sem verður sýnd í beinni útsendingu á alheimsvefnum. Það ætti því enginn að láta sig vanta og allra síst þeir sem eru að leita sér að hesti til kaups. Veitingasalan verður opin að vanda og við eigum von á frábærri stemningu;

Eins og áður segir hefst sýningin stundvíslega kl. 17:00 og má búast við að hún standi í ca þrjár klukkustundir.  Mikið verður lagt í beina útsendingu sem verður í boði Eysteins Leifssonar ehf., Gunnars Arnarsonar ehf. og Hestvits ehf.Þulir munu lýsa vel því sem fram fer á íslenskri jafnt sem erlendri tungu. Á sýningunni verða hross af öllum stærðum og gerðum og það er öruggt að þeir sem leita sér að hesti til kaups, munu finna eitthvað við sitt hæfi.

Takið daginn frá, hvort sem þið mætið í Samskipahöllina eða horfið á sýninguna á netinu.

HÉR má skoða söluskránna