þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

100% aukning milli ára

1. október 2014 kl. 12:19

Katrín Sigurðardóttir og Davíð Jónsson reka hestamiðstöð á Skeiðvöllum í Holta- og Landssveit ásamt fjölskyldu sinni.

Góður rómur gerður að Icelandic Horse World.

Á Skeiðvöllum í Holta- og Landsveit reka hjónin Katrín Sigurðardóttir og Davíð Jónsson hestamiðstöð undir nafninu Ice Events. Síðastliðið sumar bættu þau við reksturinn og opnuðu heimsóknarmiðstöð sem ber heitir Icelandic Horse World. Þar hafa hjónin komið upp fallegri og persónulegri upplýsingamiðstöð um íslenska hestinn.

Katrín og Davíð opnuðu stöðina í fyrra og hefur gestafjöldi þeirra meira en tvöfaldast á þessu öðru starfsári. „Það hefur orðið 100% aukning á gestafjölda í ár og töluvert meira tekjulega séð, vegna viðbóta sem við gerðum á þjónustunni milli ára,“ segir Katrín en meðal aukinnar þjónustu eru klukkutíma reiðtúrar, reiðkennsla og ratleikur fyrir börn. Í sumar hafa um 2.500 manns heimsótt stöðina og ferðast þeir flestallir á eigin vegum. „Um helmingur gesta okkar nú voru útlendingar sem er einnig töluverð breyting frá því í fyrra, þegar um 80% voru Íslendingar. Þar er markaðssetning að skila sér.“

Eiðfaxi  leit í heimsókn til nokkurra hestatengdra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa það að markmiði að bera hróður íslenska hestsins til hins almenna ferðamanns. Greinina má nálgast í 9. tölublaði, sem hægt er að lesa hér. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.