laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæst dæmda klárhross í heimi

28. maí 2015 kl. 16:22

Sending frá Þorlákshöfn er hæst dæmda klárhross í heimi. Knapi, Helga Una Björnsdóttir.

Sending frá Þorlákshöfn hlaut 10 fyrir tölt.

Hryssan Sending frá Þorlákshöfn hlaut rétt í þessu 8,70 fyrir hæfileika á kynbótasýningu á Kjóavöllum. Sending hlaut meðal annars einkunnina 10 fyrir tölt, þá hlaut hún 9,5 fyrir brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Hún hafði fyrr í dag hlotið 8,55 fyrir sköpulag sem gera 8,64 í aðaleinkunn. Það er hæsta aðaleinkunn sem klárhross hefur fengið í kynbótadómi.

Sending er 7 vetra undan Álfi frá Selfossi og Koltinnu frá Þorlákshöfn. Sýnandi Sendingar var Helga Una Björnsdóttir, en hún á ennfremur hryssuna með Þórarni Óskarssyni ræktanda hennar.

IS2008287198 Sending frá Þorlákshöfn
Örmerki: 352206000035642
Litur: 2510 Brúnn/milli- skjótt
Ræktandi: Koltinna ehf
Eigandi: Helga Una Björnsdóttir, Þórarinn Óskarsson
F.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Fm.: IS1996287660 Álfadís frá Selfossi
M.: IS1992287199 Koltinna frá Þorlákshöfn
Mf.: IS1989188560 Kolskeggur frá Kjarnholtum I
Mm.: IS1983236011 Tinna frá Svignaskarði
Mál (cm): 147 - 136 - 142 - 66 - 148 - 28,5 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,5 - V.a.: 8,4
Sköpulag: 8,0 - 9,0 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 7,5 - 9,0 - 7,0 = 8,55
Hæfileikar: 10,0 - 9,5 - 5,0 - 8,5 - 9,5 - 9,5 - 8,0 = 8,70
Aðaleinkunn: 8,64
Hægt tölt: 9,0      Hægt stökk: 8,5
Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir
Þjálfari: