sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

1.árs nemendur á Hólum æfa sig í reiðmennskunni

5. febrúar 2010 kl. 13:33

1.árs nemendur á Hólum æfa sig í reiðmennskunni

Það gekk vel hjá nemendum að tileinka sér vinnubrögðin í reiðtímum þegar ljósmyndari leit til þeirra. Nemendur voru í kennslustund hjá Sölva Sigurðarsyni í námskeiðinu Reiðmennska III en Mette Mannseth og Þorsteinn Björnsson kenna einnig það námskeið. Kennsla fer fram á hesti sem nemandi kemur sjálfur með í skólann og lögð er áhersla á markvissa og kerfisbundna uppbyggingu reiðhests í samræmi við þjálfunarstigin. Áfram er haldið með verklega þjálfun nemandans í reiðmennsku og ásetu. Í tímanum voru nemendur að vinna með hestinn við hendi.