Frétt af útflutningi hrossa

  • 9. október 2010
  • Fréttir
Frétt af útflutningi hrossa

Á fréttavefnum visir.is er að finna frétt af útflutningi hrossa: Útflutningur á hrossum er hafinn að nýju eftir langt hlé…

vegna hrossapestarinnar. Hrossaræktendur segjast bjartsýnir, en brýnt er að engin sýkt hross fari úr landi, það gæti haft alvarlegar afleiðingar.

Svokölluð hrossasótt hefur valdið hrossaræktendum miklum skaða undanfarna mánuði en virðist nú loks í rénun.

Í Bændablaðinu er greint frá því að útflutningur á hrossum hófst að nýju í síðustu viku eftir fjögurra mánaða hlé. Á þriðja tug hrossa, sem staðist höfðu ítarlega læknisskoðun til Evrópu.

Þeir hrossaræktendur sem fréttastofa ræddi við segja afar brýnt að fara varlega og fylgja öllum leiðbeiningum dýralækna vel eftir. Þeir minna á að hestar geta verið einkennalausir í langan tíma áður en pestin brýst fram og því megi ekki taka neina áhættu. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnugreinina að flytja sjúk hross út.

Dýralæknar benda á að mikil hætta er á endursmiti um þessar mundir þar sem hryssur eru að koma heim eftir að hafa verið í stóðhestagirðingu í sumar. Lögð er áhersla á að hesthús séu sótthreinsuð og hross ekki tekin inn í hús nema þau hafi verið einkennalaus í um mánuð.

Þá hafa verið settar reglu um heimaeinangrun áður en hestar eru fluttir út og er þess krafist að hestar severði í 30 daga einangrun áður en þau eru flutt til Evrópu en 60 daga einangrun áður en þau eru flutt til Bandaríkjanna.
*
Karen Kjartansdóttir

Fréttina má sjá hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar