miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ágúst, 2009

 

Mikið um dýrðir í Skagafirði og Húnaþingi


 

Líklega á förum til Svíþjóðar


 

Hrossabúskapur er alvöru búgrein


 

Bjórreið hefur verið stunduð á íslenskum hestum víða um heim í þeim tilgangi að sýna ókunnugum þjálni og þýðgengi þessa litla og vinalega hests. Knapar ríða þá með fulla krús af bjór í annarri hendi en tauminn í hinni og reyna að láta sem minnst skvettast úr krúsinni.


 

Blaðið Hestar og hestamenn kom út með Viðskiptablaðinu í dag. Í Hestum og hestamönnum kennir að vanda margra grasa. Ítarlega er fjallað um heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var á dögunum í Sviss. Auk þess er fjallað um hrossabúskap, sem er alvöru búgrein, um WorldRanking og FEIF Ranking, um prúðmannlega reiðmennsku, sem vinnur á, stóðhesta og margt fleira.


Stórmót á Melgerðismelum


 

Árangur Íslendinga á HM09 er allgóður, þótt hann sé ekki jafn glæsilegur og stundum áður. Ef eingöngu er tekið Sportið, þá er staðan sú að í fullorðinsflokki unnust fjögur gull, fjögur silfur og eitt brons. Eftirsóttustu verðlaunin, Tölthornið, kom í hlut Íslendinga.


 

Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu fékk sárabót þegar hann komst í B úrslit í tölti eftir úrfall annarra keppenda. Hann nýtti tækifærið vel og vann slaginn. Hann mun því keppa í A úrslitum á morgun. Yoni Blom, Hollandi á Týrson frá Saringhof vann B úrslit í slaktaumatölti og þar með farmiðann upp í toppslaginn.


 

Yfirlitssýningum kynbótahrossa er lokið á HM09. Allmörg hross bættu einkunn sína dálítið. Bræðurnir frá Dal í Danmörku, synir Svönu frá Neðra-Ási, eru enn á toppnum og Kvika frá Forstwald er þriðja efsta kynbótahrossið og efst hryssna. Magnús frá Dal er hæstur bæði í aðaleinkunn og fyrir hæfileika. Knapi á honum var Agnar Snorri Stefánsson.


 

Tveir hestar bættust í hóp vekringa undir 23,0 sekúndum í rigningunni í dag. Malu Logan, Danmörku, á Skyggni frá Stóru-Ökrum, Galsasyni frá Sauðárkróki, fór á 22,28 sekúndum og skaust upp í sjötta sæti. Thomas Haag, Sviss, á Risa frá Schloß Neubronn hljóp á 22.79 sekúndum og er í ellefta sæti. Þar með hafa fjórtán vekringar hlaupið á tíma undir 23,0 sekúndum á sama móti. Sem líklega er einsdæmi í sögu skeiðkappreiða. Staða fimm fljótustu hestanna breyttist ekki frá því í gær.


 

Stian Petersen og Tindur frá Varmalæk náðu sér á strik í B úrslitum í fimmgangi og stóðu uppi í lokin með farmiða yfir í lokaslaginn. Íslenski keppandinn, Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelholf var ekki nógu öruggur með sig og hafnaði í níunda sæti.


 

Veðurspáin frá því í gær rættist og það rúmlega. Þrumur og eldingar – og þvílík úrhellis rigning að annað eins hafa Íslendingar varla séð. Jafnvel ekki þeir sem aldir eru upp á Suð-Austurlandi. Á nokkrum mínútum flóði mótssvæðið á HM í vatni. Lækir runnu eftir keppnisvöllum og áin, sem var yndisleg lítil spræna í gær, varð að mórauðu fljóti á svipstundu.


 

Fimm hestar hlupu undir 22,0 sekúndum í tveimur fyrri sprettum í 250 m skeiði á HM09. Sjö til viðbótar fóru undir 23 sekúndum. Sem sagt: Tólf hestar undir 23 sekúndum á sömu kappreiðunum. Ótrúlegur árangur. Fjórir af fimm knöpum á fljótustu hestunum eru Íslendingar.


 

Úrslit í fjórgangi fóru að mestu eftir fyrirframgefinni uppskrift. Lena Trappe er í efsta sæti á Vaski frá Lindenhof með 7,80. Ásta Bjarnadóttir heldur áfram að koma á óvart á Dynjanda frá Dalvík. Skaust í annað sætið eins og ekkert væri með 7,60 í einkunn. Lucia Koch á Jarli frá Miðkrika er í því þriðja með 7,57.


 

Valdimar Bergstað heldur uppi heiðri íslendinga í gæðingaskeiðinu. Hann er sjöundi í röð allra keppenda með 7,38 í einkunn. Heimsmeistari ungmenna í greininni og efstur íslensku knapanna. Frábær árangur. Sprettirnir voru báðir heilir og sá seinni betri. Alveg eins og á að gera það. Teitur Árnason á Glaði frá Brattholti er í öðru sæti í ungmennaflokki og þrettándi í röð allra keppenda.


 

Enginn íslenskur kepppandi er í B úrslitum í tölti. Þó er líklegt að einhver dragi sig út úr úrslitunum. Til dæmis Lena Trappe ef allt gengur upp í fjórgangi, þar sem hún þykir líkleg í toppbaráttuna. Þá er næstur inn Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelhof, sem fékk 6,80 í forkeppni og ellefta sætið. Og þarnæstur Þórarinn Eymundsson á Krafti með 6,73.


 

Ekkert nema slys kemur í veg fyrir að Jóhann Skúlason á Hvini frá Holtsmúla verði heimsmeistari í tölti á HM2009. Hann reið glæsilegt prógram í forkeppninni í dag og fékk 8,43 í einkunn. Tindur frá Varmalæk og Kraftur frá Bringu hjá heimsmeisturunum Stian Petersen og Þórarni Eymundssyni virðast hins vegar heillum horfnir og komust hvorugur í úrslit.


 

Peyjarnir okkar stóðu sig vel í forkeppni í fimmgangi. Valdimar Bergsstað á Orion frá Lækjarbotnum er í 18. sæti í röð og þriðji í ungmennflokki á eftir hinni sænsku Söndru Jonsson á Ara frá Öllstorp, sem er önnur. Teitur Árnason á Glað frá Brattholti er 19. í röð og í fjórða sæti. Efstur í ungmennaflokki er þjóðverjinn Jonas Hassel á Seifi frá Birkenhof.


 

Fimm sterkir keppendur munu keppa í B úrslitum í fimmgangi á HM09. Allir eiga möguleika. Einkunnir þeirra eru fremur jafnar. Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelhof er líklegastur til vinnings. Er í sjötta sætinu með dálítið forskot í einkunn. Hann hefur átt góðu gengi að fagna á keppnistímabilinu, varð meðal annars í öðru sæti á Þýska meistaramótinu á eftir Rúnu Einarsdóttur.


 

Ekki eru allar ferðir til fjár. Það máttu nokkrir knapar í fimmgangi á HM09 reyna í dag. Frægir knapar sem allir reiknuðu með í toppbaráttuna voru óheppnir og komust ekki í úrslit. Þar á meðal heimsmeistarinn Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu, sem freistaði þess að verja titilinn.


 

Daníel Jónsson var hylltur af áhorfendum að lokinni sýningu hans á Tóni frá Ólafsbergi í forkeppni í fimmgangi á HM09. Áhorfendur frá öllum þjóðum stöppuðu, klöppuðu og hrópuðu. Einkunnir dómara voru þó ekki í takt við fagnaðarlætin. Þó allgóð, 7,53.


 

Victor frá Diisa er efstur allra kynbótahrossa á HM09 í Sviss eftir fordóma með 8,63 í aðaleinkunn. Hann jafnar einkunn sína frá því á Osterbyholz í vor og á nú yfirlitssýningu eftir. Hann gæti hæglega hækkað sig fyrir skeið, en það er í dómsorði sagt fjórtaktað og ekki ferðmikið. Það er eigi að síður mjög fallegt sem gangtegund.


 

Tveir keppendur frá Íslandi keppa í úrslitum í slaktaumatölti á HM2009. Rúna Einarsdóttir á Frey frá Nordsternhof er í öðru sæti með 7,80 og Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti er í fjórða sæti með 7,63. Það er hins vegar Daninn Dennis Hedebo Johansen á Alberti frá Strandarhöfði sem trónir á toppnum eftir forkeppnina með 7,97.


 

Kynbótahryssur á HM2009 eru þokkalegar. Þrjár bera nokkuð af. Það eru sjö vetra hryssunar Kvika frá Forstwald, Þýskalandi, setin af Nils Christian Larsen og Fluga frá Auas Sparsas, Sviss, setin af Barandun Flurina. Og hin sex vetra Vordís vom Kronshof, setin af Frauke Schenzel.


 

Mótssvæðið í Brunnadern í Sviss er áreiðanlega það fallegasta sem hýst hefur heimsmeistaramót íslenskra hesta til þessa. Umhverfinu er varla hægt að lýsa öðruvísi en það sé eins og klippt út úr góðri myndasögu fyrir börn.