þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

júlí, 2009

 

HM2009 í Sviss verður mót fimmgangshestanna. Afar sterkir fimmgangskeppendur eru í íslenska liðinu.


 

Ræktunarhópur frá Steinnesi í Húnavatnssýslu vakti mikla athygli á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Átta bú sýndu afurðir sínar í sérstakri sýningu hrossaræktunarbúa á mótinu og þótti hópurinn frá Steinnesi langbestur, bæði að mati áhorfenda og dómnefndar.


 

Óskar frá Blesastöðum er all óvenjulegur stóðhestur að gerð. Hann hefur einstakt jafnvægi á hægu tölti og stökki frá náttúrunnar hendi. Jafnvægispunkturinn er akkúrat á réttum stað fyrir keppnishest í hestaíþróttum.


 

Fjórðungsmót Vesturlands var haldið á Kaldármelum í byrjun júlí. Að þessu sinni var hefðin brotin upp og Húnvetningum og Skagfirðingum boðin þátttaka. Sú breyting hafði greinileg jákvæð áhrif. Hestakosturinn var meiri og betri en áður, og áhorfendur hafa aldrei verið fleiri.


 
Eiðfaxi
25. júlí 2009

Svipir fortíðar

Stundum sér maður í ungum hrossum svipi úr fortíðinni. Maður áttar sig ekki alltaf á því þá stundina hvaðan þeir koma. En seinna koma í hugann myndir sem tengjast saman og ljósið kviknar. Þetta upplifði ég þegar ég sá Kappa frá Kommu á Landsmótinu á Gaddstaðaflötum í fyrra. Mér fannst ég hafa séð þennan hest áður. En ég var ekki viss um hvar.


 

Sjúkra- og þrekþjálfunarmiðstöðin Hólaborg verður tekin í gagnið í haust. Stöðin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ingimar Baldvinsson á Selfossi er eigandi stöðvarinnar.


 

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum var haldið á Akureyri síðastliðna helgi. Hestamannafélagið Léttir sá um mótið og var það haldið á nýjum velli félagsins í Lögmannshlíðarhverfi. Splunkuný reiðhöll er við enda vallarins og nýttist hún vel við mótshaldið. Framkvæmd mótsins tókst í meginatriðum vel. Mótssvæðið lofar góðu og verður vafalítið eitt það besta á landinu þegar svæðið verður gróið. Töluvert vantaði upp á það núna. En veðrið var hagstætt þannig að hestamenn sluppu við moldrok í þetta skiptið. Áhorfendur voru hins vegar fáir, eins og oftast á Íslandsmótum fullorðinna, og er það vissulega umhugsunarefni.


 

Árið 1950 komu um það bil 5000 erlendir gestir til Íslands. Árið 2008 voru þeir um 500 þúsund. Gestafjöldinn hefur því hundraðfaldast á sex áratugum. Gert er ráð fyrir að fjöldi erlendra gesta verði um 850 þúsund árið 2012. Í skýrslu sem nefnd á vegum LH vann fyrir samgönguráðuneytið 2003 kemur fram að 20% erlendra ferðamanna hafi farið í hestaferðir. Þá voru erlendir ferðamenn um 300 þúsund. Leiddar eru líkur að því í skýrslunni að gjaldeyristekjur af hestatengdri ferðaþjónustu hafi verið 7,5 milljarðar króna árið 2001. Framreiknuð er sú upphæð tæpir 12 milljarðar. Miðað við að erlendum ferðamönnum sem tengja má við íslenska hestinn hafi fjölgað úr 60 í 100 þúsund gætu gjaldeyristekjurnar verið allt að því 20 milljarðar. Samkvæmt spám á sú tala eftir að hækka umtalsvert næstu árin.


 

Nýtt tölublað Hesta og hestamanna er komið út. Í blaðinu kennir að vanda margra grasa og það er fullt af fréttum, umfjöllun og fallegum myndum. Fjallað er um Íslandsmeistaramótið sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Sagt er frá því að gjaldeyristekjur af hestatengdri ferðaþjónustu skila líklega um 20 milljörðum króna á ári. Fjallað er um landsliðið í hestaíþróttum sem er á leið til Sviss, fjórðungsmótið á Kaldármelum, sem var fjölmennara en nokkru sinni, úttekt um hrossarækt, ræktunarhóp frá Steinnesi í Húnavatnssýslu, og svo mætti lengi telja.


 

Heimsmeistaramót íslenska hestsins