Röskur frá Sunnuhvoli – video

  • 23. maí 2011
  • Fréttir
Röskur frá Sunnuhvoli - video

Á héraðssýningunni í Víðidal í síðustu viku sýndi Viðar Ingólfsson Rökkvasoninn Rösk frá Sunnuhvoli.

Hlaut hann einkunnina 8,37 bæði fyrir sköpulag og hæfileika. Fékk hann m.a. 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, fet og samræmi og 9,5 fyrir vilja og geðslag.

Röskur er klárhestur sem hefur verið keppnishestur Arnars Bjarka Sigurðarsonar að undanförnu. Tóku þeir m.a. þátt fjórgangskeppni Meistaradeildar í vetur og urðu í 2.-3. sæti í fjórgangskeppni ungmenna á Reykjavíkurmeistaramótinu.

Meðfylgjandi er myndskeið af Rösk á yfirlitssýningunni í síðustu viku.

 

IS2003187139 Röskur frá Sunnuhvoli
Örmerki: 985120019099745
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Sigurður Sigurðsson
Eigandi: Sigurður Sigurðsson, Þorvaldur Árni Þorvaldsson
F.: IS1997186541 Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
Ff.: IS1982151001 Otur frá Sauðárkróki
Fm.: IS1982286412 Snegla frá Hala
M.: IS1995287138 Urður frá Sunnuhvoli
Mf.: IS1989184551 Þorri frá Þúfu
Mm.: IS1986287599 Saga frá Litlu-Sandvík
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning í Víðidal
Mál (cm): 143 – 135 – 140 – 64 – 145 – 40 – 48 – 42 – 6,6 – 29,0 – 19,0
Hófa mál: V.fr.: 8,7 – V.a.: 8,1
Sköpulag: 8,0 – 8,5 – 8,5 – 9,0 – 7,5 – 8,0 – 8,5 – 8,5 = 8,37
Hæfileikar: 9,0 – 9,0 – 5,0 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,0 = 8,37
Aðaleinkunn: 8,37      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Viðar Ingólfsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar