Ómur frá Kvistum á heimavelli í sumar

  • 24. júní 2020
  • Fréttir

Ómur frá Kvistum

Ómur kom fyrst fram á sjónarsviðið og sigraði eftirminnilega 5 vetra flokk stóðhesta á landsmótinu 2008 á Hellu. Það var svo á Vindheimamelum 2011 sem hann sigrar A flokk gæðinga örugglega með einkunnina 8.98. Árið 2014, þá 11 vetra, hlaut hann 1. verðlaun fyrir afkvæmi á Landmótinu á Hellu og afkvæmi hans Sif frá Akurgerði og Konsert frá Hofi sigruðu sína flokka.
Allt síðan þá hafa afkvæmin komið fram hvað af öðru og minnt á ágæti hans sem kynbótahest. Í Reykjavík 2018 hlotnaðist honum sá heiður að taka við Heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi og á sama Landsmóti sigraði Sigyn frá Feti flokk 5 vetra hryssna ásamt því að fleiri afkvæmi hans röðuðu sér í topp 10 yfir landið það árið.
Og núna árið 2020 er hann enn að minna á sig með frábærum afkvæmum – þar ber hæst að nefna Fold frá Flagbjarnarholti sem hlaut 8.93 fyrir hæfileika nú í vor og er hæst dæmda hryssan í flokki 7 vetra og eldri fyrir Landsýningu kynbótahrossa. Fold er í dag orðin hæst dæmda afkvæmi Óms með 8.73 í aðaleinkunn.
Ómur verður í heimahögunum á Kvistum í sumar og verður hleypt í hólf núna í vikunni. Allar nánari upplýsingar veitir Sigvaldi Lárus í síma 847-0809

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar