Loki frá Selfossi allur

  • 19. júlí 2023
  • Fréttir
Minning um gæðing lifir.

Loki frá Selfossi var felldur í gær eftir að hafa slasast illa á afturfæri þar sem hann var að sinna hryssum í hólfi.

Loki var 19 vetra undan Smára frá Skagaströnd og Surtlu frá Brúnastöðum. Ræktandi og eigandi Loka var Ármann Sverrisson. Það muna margir eftir Loka þegar hann vann B flokk á Landsmóti á Hellu 2014 með knapa sínum Sigurði Sigurðarsyni.

Loki hlaut heiðursverðlaun fyrir afkæmi á Landsmóti 2022 en hann skráð 398 afkvæmi í WorldFeng og af þeim hafa 69 hlotið fullnaðardóm. Hann hefur gefið mörg frábær afkvæmi eins og þau Auðlindi frá Þjórsárbakka (ae. 8.64), Fenri frá Feti (ae. 8.57) og Happadís frá Strandarhödði (ae. 8.54)

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar