miðvikudagur, 21. nóvember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirlýsing frá LH

31. desember 2009 kl. 17:25

Yfirlýsing frá LH

Í ljósi þeirrar staðreyndar að yfirvöld hafa leyft brennu í um 140m fjarlægð frá hesthúsabyggðinni að Heimsenda vill Landsamband Hestamannafélaga koma eftirfarandi á framfæri.

Það er með öllu óskiljanlegt að veitt hafi verið leyfi fyrir brennu í um 140m fjarlægð frá þéttri hesthúsabyggð að Heimsenda. Sérstaklega er þetta furðulegt í ljósi þess að bæði Yfirdýralæknir og Landsamband Hestamannafélaga hafa verið að hvetja til varfærni með flugelda og brennur yfir áramótin. Það á ekki að þurfa að standa skýrum stöfum í lögum eða reglugerðum hvað má og hvað má ekki þegar málleysingjar eiga í hlut, heldur verður að höfða til almennrar skynsemi manna í ákvarðanatöku sem þessari.

Landsamband Hestamannafélaga lýsir fullri ábyrgð á hendur viðkomandi yfirvalda ef upp koma slys sem rekja má til þessarar leyfisveitingar.

Með von um gleðileg áramót,

F.h. Landsambands Hestamannafélaga,
Haraldur Þórarinsson formaður LH.