miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirdómari tekinn tali -

28. ágúst 2010 kl. 14:27

Yfirdómari tekinn tali -

Eiðfaxi hitti Sigurð Ævarsson yfirdómara mótsins yfir kaffibolla í morgun og við spurðum hann nokkra spurninga um dómaramál á mótinu.

Hvernig hafa dómstörf  gengið ?

Dómstörf gengi mjög vel allar tímasetningar staðist og ég held að útkoma á störfum dómara sé  vel ásættanleg.

Nú hafa dómarar dæmt minna í sumar vegna færri móta hefur það komið að sök ?

Kannski ekki á þessu móti því hér eru reyndir dómamar í mikill i þjálfun, en það er rétt að það að dómarar dæmi mikið og séu í þjálfun er grundvallaratriði fyrir góðan dómara.

Hver er þín skoðun á að fá erlenda dómara á mót hér?

Auðvitað er þetta jákvætt en það má ekki gleyma þeim þætti að þetta er rándýrt það kostar ekki undir 200 þúsund að fá einn dómara erlendis frá á svona mót, og það eru miklir peninga sérstaklega á minni mótum.  Það er skylda að hafa erlenda dómara til þess að það teljist WR mót og það gerir þetta þungt.

Menn eru með alþjóðleg réttindi og þau eiga að gefa það til kynna að menn vinni á sömu nótum burtséð frá hvar þeir eiga heima.  Auðvitað er mjög gott að menn fari milli landa með að dæma en það ætti ekki að vera skylda.

Nú hefur verið gagnrýni á störf dómara, hvað villt þú segja um hana á hún rétt á sér ?

Gagnrýni er góð og nauðsynleg en ef hún breytist í skítkast og þá missir hún marks. Við erum öll að stefna að sama markmiði dómarar, keppendur og áhorfendur . Gagnrýnin á að snúast um takt, uppsetningu sýninga,  reglur, hraða  og svo framvegis,  það fínt, en þegar farið er að væna menn um að hygla einum frekar en öðrum þá er gagnrýnin farin að breytast í skítkast.

Eitthvað að lokum ?

Já ég vil taka fram að keppendur hafa verið hér til algerrar fyrirmyndar hvað varðar framkomu og reiðmennsku, en sem komið er hefur ekki eitt rautt spjald verðið sett á loft.  Menn hafa verið mættir á réttum tímum þrátt fyrir afskráningar og hér voru á fjórða hundrað skráningar og ekki einn hestur fengið athugasemd í læknisskoðun.

Þar með var Siggi rokinn til starfa og við þökkum honum fyrir spjallið og óskum honum og hans fólki góðs gengis við dómstörf á A úrslitum á eftir.