

Kristinn Guðnason formaður Félags Hrossabænda
“Ég held að það mikilsverðasta af öllu sem við höfum verið að brölta síðastliðinn 14 ár sé Worldfengur. Það er mikilvægt að hafa náð svo heildrænt utan um gögn um íslenska hestinn. Mikið er talað um þörf fyrir samstöðu og sameiningu - ekkert tengir okkur eins mikið saman og WorldFengur,” segir Kristinn Guðnason fráfarandi formaður Félags hrossabænda, inntur eftir því sem standi upp úr í 14 ára formannstíð sinni.
Í nóvemberblaði Eiðfaxa má finna viðtal við Kristinn Guðnason. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.