sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vorferð hrossaræktenda í Fáki

3. mars 2010 kl. 10:32

Vorferð hrossaræktenda í Fáki

Limsfélagið og hrossaræktardeild Fáks kynnir :  Árleg vorferð félaganna verður farin 6. mars n.k., heimsóttir verða 2 áhugaverðir staðir og snæddur hádegisverður á góðum stað. Ferðin verður farin í samstarfi og samvinnu beggja félaga og verður sá merki stóðhestur Limur skoðaður og tekinn út. 

Lagt verður af stað frá Reiðhöllini í Víðidal kl 9:30 árdegis og áætluð heimkoma ca kl 17:00.

Þátttökugjald verður um 4.000 kr. ræðst af þáttöku. Ath hádegisverður er ekki innifalinn í verðinu.

Búast má við þó nokkrum fjölda og góðri stemmingu þar sem Limsverjar eru mjög kátir og hressir.

Minnum á að kvennakvöld Fáks er haldið þetta sama kvöld og tilvalið að flétta það saman og skella sér á á ball og tjútta vel um kvöldið með hressum og skemmtilegum Fákskonum.
 

Vinsamlega látið vita með mætingu sem allra fyrst í síma 698-8370 eða senda tölvupóst á  fakur@simnet.is fyrir kl 15:00 fimmtudaginn 4. mars. 

Sjá nánar á www.fakur.is og www.limur.123.is