föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vetrarleikar Dreyra á laugardaginn

18. mars 2010 kl. 09:53

Vetrarleikar Dreyra á laugardaginn

Laugardaginn 20.mars klukkan 14:00 verður haldið þrígangsmót Dreyra. Keppnin fer fram á félagssvæði Dreyra að Æðarodda.
Keppt verður í þrígangi þar sem hver keppandi fær fjórar ferðið á beinu brautinni til þess að sína tölt, brokk og stökk. Einn keppandi í einu og svo fara fimm efstu í úrslit, en úrslitin fara einnig fram á beinu brautinni.

Keppt er í tveimur flokkum, 17 ára og eldri og 16 ára og yngri.

Skráningarfrestur er til 22:00 föstudagskvöldið 19.mars í síma 868-7606 (Karen).

Keppni hefst klukkan 14:00 á flokki 16 ára og yngri.

Kveðja, mótanefnd Dreyra.